Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Bógkreppa
Nokkrar ábendingar bárust um lömb í vor undan stöðvahrútum sem voru eitthvað óeðlileg í framfótum og vangaveltur um hvort hér væri bógkreppa á ferðinni. Ekkert kom þó fram sem telja má nægilega afgerandi sönnun, þannig að tilefni sé til að kasta grun á ákveðna hrúta. Gagnvart stöðvahrútunum var ekki að ræða um fleiri en eina tilkynningu tengda hverjum hrút, einkennin yfirleitt væg, ekki þekktar bógkreppuættir á móti og enginn af þessum hrútum lá þegar undir grun. Allar viðbótarupplýsingar geta því skipt máli.
Klofinn hryggur
Lítið hefur heyrst á síðustu áratugum um fæðingagalla sem kallast klofinn hryggur. Þessi galli er þekktur í mörgum dýrategundum og þar á meðal mannfólki. Í mannfólki er talið að þetta stjórnist bæði af erfðum og umhverfi en arfgengið sé lágt.
Stefán Aðalsteinsson sýndi fram á að í sauðfé á Íslandi væri þessum galla stjórnað af víkjandi erfðum. Einkenni gallans eru þau að opin rauf er ofan í spjaldhrygginn og lambið er lamað að aftan og getur því ekki staðið hjálparlaust.
Þrír stöðvahrútar undir grun í vor
Í gegnum tíðina hefur það verið algjör undantekning að borist hafi tilkynning um lamb með klofinn hrygg. Þrjár tilkynningar bárust í vor, allt undan sinnhverjum stöðvahrútnum og allt lömb með nokkuð glögg einkenni. Feður þessara þriggja lamba voru þeir Hreinn 23-920 frá Þernunesi, Bolti 23-932 frá Reykjum og Úlli 22-914 frá Ytri-Skógum.
Til að fá það staðfest hvort þessir hrútar beri raunverulega þennan erfðagalla (eða hvort hér hafi verið um tilfallandi vansköpun að ræða) þá eru bændur eindregið hvattir til þess á komandi fengitíma að halda saman systkinum undan þessum áðurnefndu stöðvahrútum.
Þá væri mjög fróðlegt að heyra frá bændum sem þekkja þennan galla í seinni tíð og geta varpað einhverju ljósi á útbreiðslu hans í dag.
Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar eða ábendingar um bógkreppu, klofinn hrygg eða annað sem gæti flokkast sem erfðagalli, mega gjarnan senda póst á Eyþór Einarsson, netfang: ee@rml.is.
/okg