Niðurstöður jarðræktarrannsókna 2012

Rit LbhÍ nr. 44, Jarðræktarrannsóknir 2012, er komið út á rafrænu formi. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktarrannsókna við Landbúnaðarháskóla Íslands auk yfirlits um tíðarfar á landinu á árinu 2012. Þá eru birtar helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum Korpu og Möðruvöllum. Greinum í ritinu er raðað eftir efnisflokkum. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2012 voru tegunda- og yrkjaprófanir í grasi og smára og byggtilraunir voru einnig umfangsmiklar, þar sem prófaður var kynbótaefniviður byggs auk þess sem yrki voru prófuð.

Sjá nánar:

Jarðræktarrannsóknir 2012 - LbhÍ

/gj