Breytingar á verðskrá RML 2022

Frá og með 1. janúar 2022 munu notendagjöld skýrsluhaldsforrita hækka.
Einnig munu lægsta þrep flokks í fjárvís 1-10 gripir og lægsta þrep í jörð  0-12,99 ha. verða tekin af og tvö þrep verða því í stað þriggja í báðum forritum.
Þetta er gert til að samræma  verðskrá við önnur forrit s.s. Huppu þar sem engin þrepaskipting er.  Kostnaður vegna reksturs forrita er nánast sá sami óháð fjölda búfjár/ha. á bak við hvern notenda.
Notendagjöld af forritum hafa ekki verið hækkuð frá því að RML tók yfir rekstur forrita um áramótin 2019-2020. Nýja verðskrá fyrir forritin má sjá hér.

Frá og með 1. janúar 2022 mun verðskrá vegna niðurgreiddar  útseldrar þjónustu  til bænda hækka samkvæmt heimild frá ráðuneytinu sem dagsett er 24. apríl 2020, úr 8000 kr/klst í 9000kr/klst án virðisauka.
Verðskrá vegna útseldrar vinnu til bænda hefur ekki verið hækkuð frá því 1. maí 2019.
Verðskrá RML má sjá hér.
Verð á útseldri vinnu til annara en bænda mun hækka úr 14 þúsund kr  í 16 þúsund kr/klst án virðisauka.

/hh