Breytingar á starfsmannahaldi RML

Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur lét af störfum hjá RML nú í síðustu viku.

Sigríður hóf störf sem héraðsráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2005 þar sem hennar helstu verkefni vörðuðu nautgriparækt og fjármálaráðgjöf. Frá áramótum hefur hún starfað hjá RML sem ráðunautur í rekstrar- og fjármálaráðgjöf.

Sigríður hefur nú hafið störf hjá SAM á Norður- og Austurlandi þar sem hún mun starfa við mjólkureftirlit.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar Sigríði velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi og þakkar henni vel unnin störf á síðustu árum.

/okg