Breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs bænda

Breytilegir vextir eldri lána taka sömu breytingum. Þá var var samþykkt á sama stjórnafundi að hámarkslán verði framvegis 30.000.000. Ekkert hámark er á lánveitingu gegn 1. veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins.

Lífeyrisjóður bænda gefur lántakendum bæði færi á óverðtryggðum lánum með allt að 5 ára lánstíma og verðtryggðum lánum, lánstími á verðtryggðum lánum allt að 40 ár. Vaxtakjör sjóðsins hafa þróast með eftirfarandi hætti síðustu ár:

1.  Vextir óverðtryggðra lána til 30. apríl 2012.............................. 8,40 %

Vextir óverðtryggðra lána frá 1. maí 2012..................................... 8,65%

Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2012...................................... 9,15%

Vextir óverðtryggðra lána frá 1. ágúst 2012................................. 9,40%

Vextir óverðtryggðra lána frá 1. janúar 2013................................ 9,75%

2. Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum..................... 3,75%

3. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum ............................. 4,20%

Nánari upplýsingar um lánsfjárhæðir, lánstíma, veðkröfur o.fl. má sjá í lánareglum sjóðsins á heimasíðu sjóðsins;  www.lsb.is undir liðnum lánareglur.

okg/rs