Biðlisti á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 2.-13. júní

Eins og fram hefur komið fylltust báðar vikur kynbótasýningarinnar á Gaddstaðaflötum á föstudaginn og komust færri að en vildu. Hægt var að skrá hross á biðlista og er nú verið að vinna í því að reyna að bæta við sýningarvikurnar á Gaddstaðaflötum svo hægt sé að fjölga plássum þar.  

Vonumst við til að geta tekið sem flest hross af biðlista inn á þá sýningu. Þegar kemur að því að vinna úr biðlistum er einfaldlega farið eftir því í hvaða röð skráningarnar bárust. Ef ekki tekst að koma öllum fyrir á Hellu verður umráðamönnum hrossa á biðlista einnig boðið að nýta laus pláss á kynbótasýningunni á Miðfossum.

Nánari upplýsingar munu birtast hér á heimasíðunni og í Worldfeng eins fljótt og auðið er.

geh/okg