Auðhumla mun greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Aðalfundur Landssambands kúabænda stendur nú yfir á Hótel Sögu í Reykjavík en hann hófst kl. 10 í morgun. Á fundinum lýsti Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf., því yfir að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk á árinu 2015. Þessari yfirlýsingu stjórnarformannsins var vel tekið á fundinum.
Þessi yfirlýsing Auðhumlu er mikið fagnaðarefni fyrir mjólkurframleiðendur sem nú geta treyst á fullt verð fyrir alla framleidda mjólk til næstu 20 mánaða.

/gj