Átt þú hryssu eða stóðhest sem stefnt er með á kynbótasýningu?

Ef svo er ættir þú að kynna þér eftirfarandi:

Nú í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni, til ætternisgreiningar, úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Þessi ákvörðun var tekin á fagráðsfundi 9. janúar síðast liðinn. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður upp á stroksýnatökur og er hægt að panta sýnatöku hjá eftirtöldum aðilum:

  • Halla Eygló Sveinsdóttir, sími 516-5024 eða á netfangið halla@rml.is
  • Pétur Halldórsson, sími 487-1513/ 862-9322 eða á netfangið petur@rml.is
  • Steinunn Anna Halldórsdóttir, sími 516-5045 eða á netfangið sah@rml.is
  • Upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 516-5000 eða á netfangið rml@rml.is

Varðandi stóðhestana er engin breyting frá því sem verið hefur. Ef einhverjir eru ekki með það á hreinu hvaða kröfur eru gerðar varðandi þá er rétt að rifja það upp:

* Allir stóðhestar þurfa að vera DNA-greindir og hafa sönnun á ætterni.

* Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni og það skráð í WF. Ekki er nóg að taka stroksýni. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind. Margir fara þá leið að láta dýralækni taka blóðsýni sem síðan er tekið sýni úr til að DNA-greina.

* Röntgenmynda skal hækilliði allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir í WorldFeng áður en hesturinn er skráður á sýningu. Heimilt er að taka myndina á því ári sem hesturinn nær 5 vetra aldri.

Ekki er hægt að skrá hross til sýningar nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar. Hér á heimasíðunni er hægt að finna ýmsan fróðleik varðandi DNA-sýnatökur, kynbótasýningar og hrossarækt.

hes/okg