Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Haustið 2024 voru gerðar upp 65 styrkhæfar afkvæmarannsóknir hjá bændum. Í heild voru afkvæmahóparnir 601 og þar af eiga veturgamlir hrútar 422 afkvæmahópa. Umfangið er nokkuð minna en haustið 2023 en þá voru búin 71 og afkvæmahóparnir 720. Afkvæmahópunum hefur því fækkað tiltölulega meira en búunum. Nú eru 70% hrútanna í afkvæmarannsóknunum veturgamlir en haustið 2023 var hlutfall veturgamalla hrúta 59%. Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi riðuarfgerðum leiðir til þess að notkun á lambhrútum hefur aukist og færri eldri hrútar eru í notkun.
Samantekt yfir niðurstöður styrkhæfra afkvæmarannsókna sem framkvæmdar voru af bændum veturinn 2023 til 2024 hafa nú verið birtar, sjá tengil á neðar. Lista yfir hrúta sem skara fram úr á sínum heimabúum er einnig hægt að skoða í gegnum tengla hér neðar.
Mynd: Garpur 23-746 frá Ytri-Skógum síðar stöðvahrútur númer 23-936. Hann varð því miður bráðkvaddur á dögunum en bót í máli er að enginn stöðvahrútur er með fleiri skráðar sæðingar eftir síðasta fengitíma eða 1373 sæðingar.
Ljósmyndari: Birna Sigurðardóttir
Sjá nánar:
Afkvæmarannsóknir 2024
Hrútar með 115 eða meira í heildareinkunn
Hrútar með 120 eða meira í kjötmatseinkunn
Hrútar með 130 eða meira í einkunn fyrir lifandi lömb
Hrútar með 112 eða meira í fallþungaeinkunn
Frétt birt í Bændablaðinu 6. mars um afkvæmarannsóknir hjá bændum 2024
/okg