Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Líkt og undanfarin ár þá standa bændum til boða styrkir til framkvæmda á afkvæmarannsóknum á hrútum. Til upprifjunar eru hér reglur fagráðs í sauðfjárrækt um styrkhæfar afkvæmarannsóknir:
Að 5 hrútar séu að lágmarki í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir hrútar (fæddir 2019), en styrkurinn er eingöngu greiddur út á veturgamla hrúta. Enda er markmiðið að fá bændur til að meta gæði veturgömlu hrútana sem lambafeður útfrá skiplagðri notkun á þeim.
Hver hrútur í samanburðinum þarf að eiga a.m.k. 8 afkvæmi af sama kyni sem eru stiguð og ómmæld og 15 afkvæmi sem hafa sláturupplýsingar. Best er að gera samanburðinn í kjötmatshlutanum upp eingöngu á gengnum tvílembingum af sama kyni, en það er ekki skilyrði. Hóparnir þurfa að vera sem best samanburðarhæfir. Því teljast hrútar sem eignöngu eru notaðir á veturgamlar ær ekki samanburðarhæfir nema þá allir hrútarnir í samanburðinum hafi verið notaðir á veturgamlar ær.
Gengið er frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís.is. Vista þarf annarsvegar uppgjör fyrir „lifandi lömb“ og hinsvegar fyrir „kjötmat“. Passa þarf að nákvæmlega sömu hrútar séu í báðum uppgjörum. Þegar þetta er klárt verður sjálfkrafa til heildaryfirlit og þar með telst þetta frágengið. Þegar allt er klárt skal senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn fyrir viðkomandi bú.
Afkvæmarannsóknirnar eru styrktar af fagfé sauðfjárræktarinnar og miðast styrkurinn við 5.000 kr. á hvern veturgamlan hrút, þó með fyrirvara um að fjöldi umsókna gæti haft áhrif á að lækka þurfi styrkinn.
Mælst er til þess að umsóknir hafi borist fyrir 15. nóvember 2020.
/okg