Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2019-2022, en hún byggir á gögnum frá 30 búum í nautaeldi.
Verkefnið byggir á grunni fyrri verkefna sem gert var grein fyrir í júní 2022 og hefur sannað enn á ný mikilvægi svona greiningarvinnu fyrir búgreinina.
Eins og áður er unnið út frá skýrsluhaldsupplýsingum og bókhaldi þátttökubúa og þar sem um blandaðan rekstur er að ræða er mikið lagt upp úr sundurliðun einstakra tekju- og gjaldaliða.
Árið 2022 er fyrsta árið sem rekstrarafgangur (EBITDA) þátttökubúanna er jákvæður að meðaltali en að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta er taprekstur af nautaeldinu.
Niðurstaða verkefnisins er í megindráttum sú að þátttökubúin eru að ná ágætis árangri í ræktun og eldi en rekstrarumhverfið er þeim erfitt og aðfangahækkanir og fjármagnskostnaður er sligandi á þeim búum sem hafa verið í uppbyggingarfasa.
Jafnframt sýnir þetta verkefni að það er mjög mikilvægt að halda úti raunvöktun á afkomu nautgripabænda og stefnan er að vinna að því áfram og fá fleiri bændur að borðinu til að renna styrkari stoðum undir það.
Verkefnið er styrkt af þróunarsjóði búgreinarinnar og niðurstöður þess má finna á þessari slóð:
Afkoma nautakjötsframleiðsenda 2019-2022