Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Árið 2025 er hafið og samkvæmt gamla mánaðartali okkar Íslendinga er mörsugur að taka enda og þorri mun ganga í garð með þegar hækkandi sól. Þegar þetta er skrifað þá hafa þegar nokkrir áburðarsalar sett fram verð og framboð á hinum ýmsu áburðartegundum og kalki og hvetja nú bændur til þess að huga að sínum kaupum í tíma.
Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Innan raða RML eru ráðgjafar sem hafa það sem atvinnu að aðstoða bændur í að velja áburð á bæði tún og akra. Til að setja sig í samband við okkar ráðgjafa í þessum málum eru nokkrar leiðir í boði:
Sjá nánar:
Panta áburðaráætlun
/okg