Drukku 25 l af kaffi

Fróðleiksþyrstir nemendur
Fróðleiksþyrstir nemendur

Dagana 5. og 6. mars stóðu Landbúnaðarháskóli Íslands og Vinnueftirlitið fyrir vinnuverndar- og réttindanámskeiði fyrir bændur. Það var haldið á starfsstöð RML á Egilsstöðum og veitti þátttakendum bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum og lyfturum. Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og verkefnum og eins og sjá má á fyrirsögn fréttarinnar vildi þessi hressi hópur halda fullri einbeitingu á meðan á námskeiðinu stóð. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur með leiðbeinendum sínum Jónasi Jóhannssyni og Þorvaldi Hjarðar en áður höfðu þeir kennt á vel sóttu námskeiði á Vopnafirði.

rml/ghá