Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nauðsynlegt er að bændur hafi samning við dýralækni um afhendingu sýklalyfja sbr. reglugerð þar um. Með þessum samningi fá þeir afhent sýklalyf frá dýralækni án undangenginnar greiningar, að öðrum kosti er dýralækni óheimilt að afhenda sýklalyf til bænda. Í Fjárvís undir valmyndinni Notandi > Stillingar er sótt um rafrænan samning við dýralækni. Mælst er til þess að bændur sæki um samning við þann/þá dýralækna sem þeir eiga í viðskiptum við. Þegar smellt er á tengilinn Sækja um samning við dýralækni opnast þessi valmynd:
Þarna þarf bóndi (notandi) að velja þann dýralækni sem hann verslar við og smella svo á Sækja um samning. Ef viðkomandi er í viðskiptum við fleiri en einn dýralækni er sótt um annan samning við þann dýralækni. Bóndi (notandi) getur verið með samning við eins marga dýralækna og þurfa þykir. Þegar bóndi hefur sótt um samning berst rafræn beiðni til viðkomandi dýralæknis, sem þarf að samþykkja samninginn í Búfjárheilsu sem er tölvukerfi MAST varðandi lyfjagjafir og lyfjaskráningu.