Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú í vor, voru valdir 9 nýir hrútar fyrir sæðingastöðvarnar. Hér er aðallega verið að horfa til hrúta sem eru komnir með talsverða reynslu og flestir þeirra farnir að sanna sig eitthvað sem ærfeður. Í þessum hópi eiga því að vera mjög spennandi alhliða kynbótahrútar. Fleiri hrútar verða síðan valdir í haust þegar niðurstöður afkvæmarannsókna liggja fyrir.
Hyrndir hrútar
Dalur 17-326. Dalur er fæddur í Ásgarði, Hvammssveit, Dalasýslu en hefur verið til heimilis hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ 2 í Hrútafirði. Hann er hvítur á litinn. Faðir hans er Tinni 15-968 og MFF er Laufi 08-848. Kynbótamat: 119 – 91 – 103 - 113
Herkúles 17-024 frá Hestgerði í Suðursveit, Austur-Skaftafellssýslu. Herkúles er grár á litinn. Faðir hans er Kornelíus 10-945 og MFF er Smyrill 04-800. Kynbótamat: 117 – 102 – 106 – 112.
Hvísli 16-045 frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði (Gunnarsstaðir sf.), N-Þing. Faðir hans er Hrísli 10-045 sem er sonur Shrek 05-817 frá Kollsá og því er Hvísli nokkuð blandaður af hyrndu og kollóttu fé. Hann er þó sjálfur eðlilega hyrndur og gefur eðlilega hyrnd lömb. Móðurfaðir Hvísla er hinn farsæli kynbótahrútur Váli 10-907. Hvísli er sá hrútur landsins sem skartar hæstu kynbótamati fyrir mjólkurlagni. Kynbótamat: 107 – 102 – 98 - 127
Lómi 15-511 fenginn frá Rauðbarðaholti í Hvammssveit, Dalasýslu. Hvítur að lit. Lómi er fæddur á Svínafelli 2 í Öræfum, A-Skaft. hjá Ármanni og Hólmfríði. Faðir hans er Kári 14-468. Föðurfaðir Lóma er Saumur 12-915 en í móðurætt standa þeir Lagður 07-847 og Kölski 10-920 á bakvið hann. Kynbótamat: 108 – 115 – 112 -110.
Sokkur 17-432 frá Rauðholti, Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði. Sokkur er hreinhvítur. Faðir hans er Castro 16-416 sonur Gríms 14-955 frá Ytri-Skógum. Móðurættin er fremur fjarskyld stöðvahrútum en Grábotna 06-833 má þó finna í fjórða lið. Kynbótamat: 110 – 115 – 108 – 115.
Svartur 17-455 frá Hvammi í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu. Svartur að lit. Faðir Klettur 13-962 frá Borgarfelli og MFF er Hergill 08-870 frá Laxárdal. Kynbótamat: 120 – 112 -108 – 110.
Kollóttir
Dalur 18-711 frá Hjarðarfelli Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Hreinhvítur. Faðir Dals er Magni 13-944 frá Heydalsá og móðurfaðir er Serkur 13-941 frá Hjarðarfelli. Kynbótamat: 116 – 103 – 97 – 104.
Selur 17-695 er til heimilis á Hjarðarfelli Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi en fæddur á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Hvítur. Faðir hans er Kópur 15-440 og MF er Steri 07-855. Kynbótamat: 131 – 87 – 101 – 108.
Forystuhrútur
Fjalli 17-565 frá Hárlaugsstöðum 2 í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Þessi virðulegi og spaki hrútur er móarnhöfðóttur að lit. Faðir hans er Höfðingi 12-565 frá Bjarnastöðum í Öxarfirði en í móðurætt rekur hann ættir m.a. til Karls Philip 05-827 og sunnlenskra forystufjárætta.
Við val á hrútum var m.a. reynt að leggja áherslu á að fjölga þeim gripum sem bera lítið næma arfgerð (áður kölluð verndandi) m.t.t. riðumótstöðu. Þeir Dalur 17-326, Herkúles 17-024, Lómi 15-511, Dalur 18-711 og forystuhrúturinn Fjalli 17-565 eru allir arfblendnir fyrir lítið næmu arfgerðinni en hinir eru hlutlausir.
Upplýsingar um kynbótamat er birt í eftirfarandi röð: Gerð, fita, frjósemi og mjólkurlagni.
Nánar verða þessir gripir kynntir í haust í aðdraganda sæðinga á komandi hausti.
/okg