Niðurstöður heyefnagreininga 2021

Hér eru birt meðaltöl af niðurstöðum heysýna frá 2021. Sambærileg samantekt var gerð fyrir ári síðan fyrir heysýnaniðurstöður frá árinu á undan. Um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum  og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf.

Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir landshlutum, hvort um var að ræða fyrsta eða annan slátt og hvort um var að ræða gras eða grænfóður. Grænfóður getur verið mjög fjölbreyttur flokkur og því erfitt að túlka þær niðurstöður og því er rýgresið flokkað sér en ekki með öðru grænfóðri. Ekki eru birtar niðurstöður þar sem einungis voru 5 sýni eða færri á bak við meðaltalið og bendum við lesendum jafnframt á að fara varlega í túlkun á niðurstöðum þar sem fá sýni standa að baki. Í flokkun landshluta eru niðurstöður frá Vestfjörðum og af Vesturlandi teknar saman.

Í töflu 1 má sjá samantekt yfir helstu meðaltöl heysýna 2021. Að meðaltali eru heyin frekar þurr en nokkurn mun má sjá milli landshluta. Munar allt að 9%-stigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 %) og öðrum landshlutum (51,1-58,7%). Þá er prótein í fyrri slætti á Suðurlandi að meðaltali örlítið lægra og leysanleiki próteins hærri en í öðrum landshlutum. Algengt er að leysanleiki próteins minnki með hækkandi þurrefni. AAT20 er að meðaltali 92 g/kg þe í fyrri slætti og 87 g/kg þe í seinni slætti. Æskilegast er að AAT20 í gróffóðri sé yfir 90 g/kg þe.  PBV20 er svipað í öllum landshlutum í fyrri slætti, 10 g/kg þe að meðaltali en 28 g/kg þe í seinni slætti. Trénisinnihald (NDF) er frekar hátt í fyrri slætti á Norður- og Austurlandi (524-530 g/kg þe). Hátt tréni hægir á flæðihraði úr vömb sem leiðir til minna gróffóðuráts og þar með minna aðgengis að næringarefnum. Þá er fínt að eiga á móti því há sem inniheldur  minna af tréni og er landsmeðaltalið í seinni slætti fínt (481 g/kg þe). Ómeltanlegt tréni (iNDF) er almennt hátt í bæði fyrri og seinni slætti í öllum landshlutum. iNDF hækkar með auknum þroska plantna og þá lækkar jafnframt meltanleiki gróffóðursins. Meltanleiki fyrri sláttar 2021 er sæmilegur og rétt um viðmið fyrir kúahey eða 76% og aðeins hærra í seinni slætti eða 78%, sem telst góður meltanleiki. Orkuinnihald heyjanna 2021 er aðeins yfir viðmiði (6,3-6,5 MJ/kg þe.).

Í samanburði við árið 2020 þá er próteininnihaldið í fyrri slætti 2021 almennt aðeins lægra í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og orkugildið lægra í öllum landshlutum í heyjunum 2021. Þá er iNDF nokkuð hærra í heyjunum 2021 (148 g/kg þe og 143 g/kg þe) miðað við 2020 (136 g/kg þe og 123 g/kg þe). Einnig er meltanleikinn lægri í heyjunum 2021 (76% og 78%) en í heyjunum frá 2020 (78% og 80%). Allt getur þetta haft þau áhrif að með heyjunum frá 2021 sé auka þörf fyrir orkuríkt kjarnfóður til að tryggja orkuþörf hámjólka kúa.

Próteininnihald í grænfóðrinu 2021 er fremur lágt (141 g/kg þe) á Suðurlandi  en  hærra á Norðurlandi (156 g/kg þe). Þá er ómeltanlegt tréni einnig mjög hátt í sunnlenska grænfóðrinu og hefur það áhrif á orkuinnihaldið sem reiknast lágt (5,5 MJ/kg þe) miðað við norðlenska grænfóðrið (6,5 MJ/kg þe). Tegundasamsetning í grænfóðrinu getur haft áhrif á niðurstöður og því rétt að fara varlega í að túlka þær. Rýgresið er próteinríkara sunnanlands (171 g/kg þe) en á Norður- (162 g/kg þe) og Vesturlandi (153 g/kg þe). Meltanleiki þess er sá sami í öllum landshlutum (77%), en orkuinnihaldið aðeins breytilegt, lægst á Suðurlandi (6,0 MJ/kg þe) en hæst í Vesturlandi (6,4 MJ/kg þe).

Á landsvísu er próteininnihaldið aðeins hærra í grænfóðri frá 2021 (151 g/kg þe) en frá árinu á undan (145 g/kg þe) en meltanleikinn aðeins minni (75% á móti 76%) og m.a. þess vegna er orkuinnihald minna (6,1 MJ/kg þe. 2021 en 6,3 MJ/kg þe. 2020). Þetta gildir almennt líka um rýgresið.

Tafla 1. Samantekt yfir helstu meðaltöl heysýna 2021. Ekki eru birtar tölur úr flokkum þar sem voru færri en 5 sýni. Þar sem aðeins fá sýni liggja fyrir ber að varast við að mistúlka niðurstöður þar sem dreifnin getur verið töluverð milli sýna.

 

Tafla 2 sýnir samantekt yfir helstu steinefni í heyjunum 2021. Kalsíum (Ca) og natríum (Na) eru almennt undir viðmiðum fyrir kúahey í öllum landshlutum og er  lægst á Suður- og Vesturlandi. Fosfór er aðeins undir viðmiðum á Norðurlandi og á Suðurlandi og hefur fosfór lækkað aðeins samanborið við sýnin frá 2020. Jónajafnvægi (CAB) er undir mörkum fyrir mjólkandi kýr og lægra 2021 en í 2020. Hafa ber í huga að hátt jónajafnvægi í geldkúafóðri eykur líkur á doða við burð og stálma í júgri.

Tafla 2. Meðaltöl helstu steinefna í heysýnum 2021.

 

 

Ca   
g/kg þe

P    
g/kg þe

Mg   
g/kg þe

K    
g/kg þe

Na
g/kg þe  

S    
g/kg þe

Cl  
g/kg þe

CAB
meq/kg þe

Viðmið fyrir mjólkurkýr

  4,5-6,5

3,0-4,5

2,0-3,5

15-30

2,0-3,0

2,0-4,0

 

250-550

Austurland

1. sláttur

4,0

3,1

2,5

18

1,3

2,3

6,7

168

Norðurland

1. sláttur

4,2

2,7

2,5

18

1,3

2,4

8,2

135

Suðurland

1. sláttur

3,8

2,9

2,3

19

1,4

2,3

7,5

185

Vesturland

1. sláttur

3,6

3,1

2,4

18

1,7

2,5

8,2

147

Landsmeðaltal

1. sláttur

4,0

2,9

2,4

19

1,4

2,3

8,0

157

Austurland

2. sláttur

4,8

2,8

2,6

22

1,7

2,5

9,2

223

Norðurland

2. sláttur

5,6

2,7

3,3

17

2,1

2,6

9,2

93

Suðurland

2. sláttur

4,8

3,2

3,0

19

2,5

2,7

8,1

167

Vesturland

2. sláttur

4,5

3,1

2,9

18

2,2

2,7

9,2

119

Landsmeðaltal

2. sláttur

5,2

2,9

3,1

18

2,2

2,7

9,0

124

Norðurland

Grænfóður

5,6

2,5

2,8

22

6,0

2,7

11,6

386

Suðurland

Grænfóður

4,9

2,3

2,4

23

4,5

2,4

11,1

404

Landsmeðaltal

Grænfóður

5,6

2,4

2,6

23

5,4

2,7

11,3

388

Norðurland

Rýgresi

5,4

2,4

2,8

23

6,1

2,7

11,6

392

Suðurland

Rýgresi

5,6

2,4

2,7

24

6,0

2,5

7,6

490

Vesturland

Rýgresi

3,5

2,2

1,9

16

7,4

2,4

9,2

318

Landsmeðaltal

Rýgresi

5,3

2,4

2,7

23

6,1

2,6

10,4

418

 

Snefilefnin eru að jafnaði öll innan viðmiðunararka nema molybden (Mo) sem sker sig úr og er töluvert undir viðmiðum og er einnig lægra en 2020. Ekki eru getið um mikið af vandamálum vegna skorts á molybden  í fóðri nautgripa en það virðist geta haft einhver áhrif á vöxt lamba. Molybden er aðallega vandamál í miklu magni þar sem það truflar upptöku á kopar. Selen nær vel viðmiðunarmörkum og er almennt hærra í heyjunum 2021 en  2020.

Tafla 3. Meðaltöl helstu snefilefna í heysýnum 2021

 

 

Fe
mg/kg þe

Mn
mg/kg þe

Zn
mg/kg þe

Cu
mg/kg þe

Co
mg/kg þe

Se  
mg/kg þe

Mo
mg/kg þe

Viðmið fyrir mjólkurkýr

 

100-500

40-125

25-50

12-15

0,1-0,5

0,09-0,25

1,0-2,5

Austurland

1. sláttur

360

122

31

8

0,26

0,27

0,24

Norðurland

1. sláttur

274

89

33

8

0,26

0,22

0,38

Suðurland

1. sláttur

280

83

33

8

0,27

0,20

0,30

Vesturland

1. sláttur

222

137

30

8

0,26

0,15

0,60

Landsmeðaltal

1. sláttur

275

93

32

8

0,26

0,21

0,37

Austurland

2. sláttur

270

125

43

9

0,28

0,17

0,28

Norðurland

2. sláttur

279

126

33

9

0,35

0,16

0,47

Suðurland

2. sláttur

370

105

35

9

0,34

0,16

0,45

Vesturland

2. sláttur

241

170

32

8

0,31

0,14

0,47

Landsmeðaltal

2. sláttur

302

125

34

9

0,34

0,16

0,46

Norðurland

Grænfóður

1092

136

56

10

0,68

0,15

0,32

Suðurland

Grænfóður

1379

108

33

8

0,69

0,15

0,24

Landsmeðaltal

Grænfóður

1169

126

46

9

0,68

0,15

0,29

Norðurland

Rýgresi

761

117

30

9

0,59

0,23

0,34

Suðurland

Rýgresi

1328

94

33

9

0,83

0,19

0,26

Vesturland

Rýgresi

1244

158

26

8

0,87

0,14

0,26

Landsmeðaltal

Rýgresi

975

119

30

9

0,70

0,21

0,31

 

Hér er um að ræða töluvert magn af tölulegum upplýsingum og ef það vakna einhverjar spurningar eða vangaveltur varðandi fóðrun, fóðuröflun eða jarðrækt ekki hika við að hafa samband við ráðunauta RML í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is.