Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Hér eru birt meðaltöl af niðurstöðum heysýna frá 2023. Um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf.
Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir landshlutum, hvort um var að ræða fyrsta eða annan slátt og hvort um var að ræða gras eða grænfóður. Grænfóður getur verið mjög fjölbreyttur flokkur og því erfitt að túlka þær niðurstöður og því er rýgresið flokkað sér en ekki með öðru grænfóðri. Ekki eru birtar niðurstöður þar sem einungis voru 5 sýni eða færri á bak við meðaltalið og bendum við lesendum jafnframt á að fara varlega í túlkun á niðurstöðum þar sem fá sýni standa að baki. Í flokkun landshluta eru niðurstöður frá Vestfjörðum og af Vesturlandi teknar saman.
Tafla 1. Samantekt yfir helstu meðaltöl heysýna 2023. Ekki eru birtar tölur úr flokkum þar sem voru færri en 5 sýni. Þar sem aðeins fá sýni liggja fyrir ber að varast við að mistúlka niðurstöður þar sem dreifingin getur verið töluverð milli sýna.
Tafla 2. Meðaltöl helstu steinefna í heysýnum 2023.
Tafla 3. Meðaltöl helstu snefilefna í heysýnum 2023.