Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum.
Þegar niðurstöðurnar sem voru að birtast voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 518 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 109 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.790,4 árskúa á þessum 518 búum var 6.460 kg eða 6.730 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk) á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 518 var 47,9.
Meðalnyt árskúa síðustu 12 mánuði var mest á Hurðarbaksbúinu ehf. á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg. Annað í röðinni var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit og þar var meðalnyt árskúnna 8.622 kg. Þriðja búið í röðinni nú við lok mars var bú Stefáns og Steinunnar á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi þar sem hver árskýr reiknaðist hafa skilað 8.442 kg. á síðustu 12 mánuðum. Fjórða við uppgjörið nú var bú Friðriks Þórarinssonar á Grund í Svarfaðardal þar sem meðalnyt árskúa reiknaðist 8.411 kg. Fimmta að þessu sinni var bú Ólafar og Valgeirs í Hvammi á Barðaströnd þar sem meðalárskýrin skilaði 8.377 kg. mjólkur. Meðalnytin eftir árskú á Hvanneyrarbúinu var síðan 8.354 kg. og var það því hið sjötta í röðinni. Sjöunda var bú Eggerts, Jónu, Páls og Kristínar á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð þar sem meðalárskýrin skilaði 8.323 kg. síðustu 12 mánuði.
Nythæsta kýrin sl. 12 mánuði var Aría 895 (f. 767 afkomandi Teins 97001, Ófeigs 02016 og Lóa 01008) í Flatey á Mýrum við Hornafjörð sem mjólkaði 14.265 kg. Önnur í röðinni núna var Skutla 1300 (f. Skalli 11023) í Gunnbjarnarholti 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem mjólkaði 13.641 kg. síðustu 12 mánuðina. Þriðja kýrin var Svana 753 (f. Gráni 608, dóttursonur Ófeigs 02016 og sonarsonur Lóa 01008) í Flatey á Mýrum við Hornafjörð en nyt hennar reyndist 13.306 kg. á tímabilinu. Fjórða nythæsta kýrin við lok mars var Glóra 397 á Hraunhálsi í Helgafellssveit en nyt hennar var 13.268 kg. Fimmta á listanum að þessu sinni var kýrin Píla 1288 (f. Afli 11010) í Garði í Eyjafjarðarsveit, sem skilaði undanfarna 12 mánuði 13.254 kg. mjólkur.
Alls náðu 106 kýr á búunum 518, sem afurðaskýrslum fyrir mars hafði verið skilað frá undir hádegi þ. 14. apríl að mjólka 11.000 kg. og þar yfir á síðustu 12 mánuðum. Af þeim skiluðu 24 nyt yfir 12.000 kg. á tímabilinu og af þeim mjólkuðu átta meira en 13.000 kg. Enn fremur skal þess getið að kýrin sem mest mjólkaði, ein þessara átta sem skiluðu meira en 13.000 kg., komst vel yfir 14.000 kg., sbr. upptalninguna yfir efstu kýrnar hér á undan.
Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 22,4 en árskýrnar reiknuðust að jafnaði 19,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.297,4 kg. Meðalfallþungi 9.528 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 243,6 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 744,8 dagar.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk