STÆÐA er fóðurráðgjöf - fóðuráætlun fyrir mjólkurkýr þar sem farið er yfir gróffóðurgæði á búinu og fundið út hvaða viðbótarfóður er heppilegt að gefa með út frá þeim markmiðum sem bóndi setur varðandi framleiðslu, nyt og efnainnihald.
Áætlanirnar miða af því að uppfylla næringarþarfi gripanna fyrir framleiðslu og með því að tryggja gott heilsufar og frjósemi, á sem hagkvæmastan hátt.
Innifalið í þessum pakka er gróffóðursýnataka en bóndi greiðir þar að auki fyrir kostnað fyrir efnagreiningar og umsýslu.
Einn ráðunautur verður tengiliður við bóndann. Í sameiningu gera þeir áætlun um útfærslu á þjónustunni og greiðslufyrirkomulag.
Innifalið í STÆÐU er:
- Mat á holdafari og ástandi gripa: Í heimsókn metur ráðunautur holdafar hjarðarinnar og þá sérstaklega mjólkurkúnna og ástand þeirra. Fóðuráætlunin tekur mið af holdum og ástandi gripa með það að markmiði að eftir atvikum að viðhalda eða bæta heilbirgði gripanna. (0,5 klst
- Mat á aðstöðu til fóðrunar og framkvæmd: Í heimsókn skoðar ráðunautur aðstöðu til fóðrunar og framkvæmd hennar og kemur í kjölfarið með leiðbeiningar og/eða tillögu að úrbótum ef þurfa þykir. Markmiðið með þessu er að auka öryggi fóðuráætlunarinnar eða amk. upplýsa bónda um hvaða þættir við fóðrunina á búinu geti komið í veg fyrir að áætlunin virki sem skildi út í fjósi. (0,5 klst)
- Gróffóðursýnataka: Gróffóðursýni eru tekin úr verkuðufóðri 6-8 vikum eftir að því hefur verið pakkað/gengið frá til verkunar. Ráðunautur kemur á staðinn tekur sýnið og kemur því til efnagreiningar. Það getur verið gott að leita ráða varðandi sýnatökuna á vorin, hvað er eðlilegt að taka mörg sýni og hvernig er hægt að undirbúa sýnatökuna strax svo hún verði sem árangurríkust að hausti. (1 klst)
- Túlkun á efnagreiningum: Farið er yfir niðurstöður efnagreininga og þær túlkaðar þar sem fram kemur hvernig heppilegast sé að nýta gróffóðrið, einnig er komið með tillögur að úrbótum fyrir næsta ár ef þurfa þykir. (1 klst)
- Fóðuráætlun: Unnin er fóðuráætlun fyrir bónda út frá þeim markmiðum sem hann/hún setur um framleiðsluna. Fóðuráætlun miðar alltaf að því að ná fram hagkvæmustu lausninni sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í upphafi og heilbrigði gripa er ávalt haft að leiðarljósi. Fóðuráætlanir geta verið unnar miðað við einstaklingsfóðrun eða hópa, þar sem unnið er með heilfóður eða þar sem verið er að prófa mismunandi hrávöru á móti gróffóðurgjöfinni auk kjarnfóðurgjafar, eða einungis einfalda kjarnfóðurgjöf á móti gróffóðrinu sem er til á bænum. (4-15 klst)
- Vöktun á efnainnihaldi og nyt: Ráðunautur fylgist með breytingum á nyt og efnainnihaldi mjólkur eftir því sem niðurstöður berast í Huppu og á Auðhumluvefnum og er í sambandi við bónda ef þurfa þykir og þá með tillögu að viðeigandi viðbrögðum er varða fóðrun. Einnig getur ráðunautur haldið utan um þessar upplýsingar og dregið saman eftir ákveðin tímabil til þess að sjá enn betur þróun sem hugsanlega er verið að stefna að. (1-3 klst eftir því hversu mikla vöktun menn vilja)
- Fóðurverkun:> Ráðunautur fer yfir gæði fóðursins og nýtingu miðað við þá fóðrun og tækni sem fyrir er á búinu og kemur með eftir atvikum tillögur að öðrum útfærslum. Eða kynnir jafnvel fyrir bónda kosti annarra leiða við fóðuröflun, verkun og fóðrun til bættra afurða og heilsufars gripa. (1 klst)
- Heimsóknir: Í upphafi þar sem gróffóðursýni eru tekin og tveir fyrstu verkliðirnir framkvæmdir. Seinni heimsóknin seinna um veturinn þar sem ráðunautur fer yfir fóðuráætlun og framkvæmd hennar með bónda. (2x1 klst)
- Beit: Ef tími gefst er sett upp beitarskipulag með bónda og farið yfir þær tegundir sem gætu komið sér vel að rækta og nýta á beit. (2-4 klst)
Önnur atriði
- Bændur geta haft samband við ráðunauta í fóður- eða þjónustuhóp sem þeir vilja að sé sinn tengiliður. Ef þeir hafa ekki sér óskir um ráðunaut/eða viðkomandi ráðunautur getur ekki sinnt þessari beiðni, er bónda útvegaður tengiliður. Í framhaldinu er bóndanum sendar upplýsingar um pakkann og samningur gerður um kaup á þjónustunni.
- Skilgreindur er viðmiðunartími fyrir hvert verk. Ef vinna við viðkomandi verk krefst meiri tíma, þá er um að ræða gjaldskylda vinnu en bóndi er ávallt látinn vita áður en til þess kemur.
- Tengiliðurinn heldur utan um þann tíma sem bóndinn nýtir og tilheyrir pakkanum, hvort sem um er að ræða ráðgjöf hjá viðkomandi ráðunaut eða öðrum innan RML.
Verð: Kr. 165.000 + vsk., mögulegt að greiða í einni eða tveimur greiðslum.