SPROTINN er jarðræktarráðgjöf með það markmið að veita bændum markvissa ráðgjöf í fóðurrækt og/eða grænmetisrækt og nýtingu áburðar og öðrum jarðvegsbætandi efnum ásamt því að veita grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi í Jörð.is.
Samsetning Sprotans er einstaklingsmiðuð og þjónustan útfærð eftir óskum og þörfum á hverju býli fyrir sig. Miðað er við jarðvegssýnatöku hjá bændum sem eru þátttakendur í fyrsta sinn m.a. til að undirbyggja áburðaráætlun. Einn ráðunautur verður tengiliður við bóndann. Í sameiningu gera þeir áætlun um útfærslu á þjónustunni.
Þjónustuliðir í grunnpakka Sprotans
- Aðstoð við skráningu á áburðargjöf, ræktun og uppskeru í Jörð.is
- Aðstoð við að viðhalda túnkorti og grunnupplýsingum um spildur í Jörð.is
- Aðstoð við umsókn um jarðræktarstyrk og landgreiðslur eftir því sem við á
- Aðstoð við sáðskiptaáætlun
- Greining á áburðarkostnaði út frá uppskeru túna
- Áburðaráætlun er lokaafurð Sprotans hverju sinni og er hún unnin út frá upplýsingum sem safnað hefur verið saman undangengið ræktunarár
Aðrir valbundnir þjónustuliðir í Sprotanum
- Jarðvegssýnataka og túlkun á niðurstöðum
- Ræktunaráætlun og úttekt á ræktarlandi
- Túlkun og ráðgjöf er varðar efnagreiningu á búfjáráburði
Hægt er að velja umfang Sprotans þannig að hann innihaldi annaðhvort 7 eða 11 tíma vinnu ráðunauts. Minni pakkinn innifelur eina heimsókn ráðunauts en sá stærri tvær. Innheimt er í árslok en þá er flestum verkþáttum lokið öðrum en vinnu við áburðaráætlun. Ekki er innheimt komugjald vegna heimsókna. Kostnaður við efnagreiningar ekki innifalinn.
Nánari upplýsingar um Sprotann
- Þórey Gylfadóttir er í forsvari fyrir Sprotanum, thorey@rml.is.
- Gengið er frá samsetningu pakkans samkvæmt óskum bóndans í samráði við tengilið.
Nánari upplýsingar um verkliði
- Söfnun upplýsinga til skráningar í Jörð.is: Útbúin er sérstök vinnumappa fyrir bóndann til að halda utan um áburðargjöf og uppskeru
- Lagfærð túnkort og spildulisti í Jörð: Ráðunautur RML sér um að túnkort sé uppfært og í takt við ræktun og túnspildur sem eru í notkun á hverjum tíma. Þá mun tengiliður halda utan um aðrar grunnupplýsingar um spildur eftir því sem þær liggja fyrir.
- Umsókn um jarðræktarstyrk og landgreiðslur: Bóndinn fær aðstoð við að sækja um þá styrki sem tengjast jarðrækt, ef þörf er á
- Áburðaráætlun: Unnin er áburðaráætlun út frá upplýsingum sem hafa safnast saman. Þar má nefna skráningar í Jörð.is, niðurstöður efnagreininga á jarðvegi, fóðri, búfjáráburði ofl. Skýrsla um forsendur áburðaráætlunar fylgja henni
- Greining á áburðargjöf og uppskeru: Unnin er skýrsla þar sem samanburður er gerður milli túnspildna á áburðargjöf og uppskeru
- Jarðvegssýnataka og skoðun á ræktun að hausti: Ráðunautur skipuleggur jarðvegssýnatöku í samvinnu við bónda og sér til þess að jarðvegssýni verði tekið á tilsettum tíma. Samhliða jarðvegssýnatökunni er litið eftir ástandi ræktunar í samráði við bónda. Kostnaður við efnagreiningu er ekki innifalinn í Sprotanum.
- Ræktunaráætlun: Ráðunautur skoðar ástand garðlands og/eða túna og annars ræktunarlands með bónda. Við þá skoðun er almennt horft til þátta sem snúa að sáðskiptum, endurræktun túna, kölkunar, framræslu og annara þátta sem bóndi leggur áherslu á tengt jarðræktinni. Í kjölfarið er gerð ræktunaráætlun fyrir framleiðsluna.
- Túlkun og ráðgjöf er varða efnagreiningu á búfjáráburði: Ráðunautur veitir ráðgjöf (ef við á) um hvernig standa eigi að sýnasöfnun á búfjáráburði. Ráðunautur túlkar svo niðurstöðurnar og tekur mið af þeim við gerð áburðaráætlunar. Kostnaður við efnagreiningar er ekki innifalinn í pakkanum.
Verð:
- Minni pakkinn Kr. 77.000 + vsk., greitt í einu lagi
- Stærri pakkinn Kr. 121.000 + vsk., greitt í einu lagi