Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 348/2022 er kveðið á um gripagreiðslur. Hlutdeild hvers framleiðanda í heildarframlagi til gripagreiðslna á hverju verðlagsári fer eftir fjölda árskúa samkvæmt afurðaskýrsluhaldi hans. Við ákvörðun á fjölda árskúa skal fyrsta viðmiðunartímabilið vera 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017. Síðan skal fjöldi árskúa sóttur mánaðarlega úr afurðaskýrsluhaldi og breytingar á gripagreiðslum taka gildi tveimur mánuðum eftir það.
Heildargripagreiðslur verða eins og sýnt er í töflu hér að neðan, og skiptast þær í tvo flokka, mjólkurkýr og holdakýr. Útreikningur á fjölda mjólkurkúa byggir á gögnum úr lögbundnu skýrsluhaldi (HUPPU) þar sem stofn skal vera íslenskur og framleiðsluform mjólkurframleiðsla eða kjötframleiðsla. Ef stofn er af holdanautakyni og framleiðsluform er mjólkurframleiðsla reiknast árskúafjöldi þeirra gripa sem mjólkurkýr. Við útreikning á fjölda holdakúa er miðað við að stofn sé af holdanautakyni og framleiðsluform kjötframleiðsla. Árlega verður greiðslum sem til ráðstöfunar eru í hvorum flokki deilt á allar árskýr í viðkomandi flokki. Gripagreiðslur skerðast ef fjöldi mjólkurkúa framleiðanda eða framleiðenda á lögbýli sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila, er yfir þeim mörkum sem að neðan greinir, skv. eftirfarandi töflu:
Mjólkurkýr (árskýr) | Hlutfall af óskertri greiðslu |
1 - 50 | 100% |
51 - 100 | 75% |
101 - 140 | 50% |
141 - 180 | 25% |
> 180 | 0% |
Gripagreiðslur skerðast ef fjöldi holdakúa framleiðanda eða framleiðenda á lögbýli sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila, er yfir þeim mörkum sem að neðan greinir, skv. eftirfarandi töflu:
Holdakýr (árskýr) | Hlutfall af óskertri greiðslu |
1 - 200 | 100% |
201 - 220 | 75% |
221 - 240 | 50% |
241 - 260 | 25% |
> 260 | 0% |
Ef heildarfjöldi árskúa á landinu er annar en sú viðmiðun sem stuðst var við í samningi skv. 1. gr., þ.e. 25.000 mjólkurkýr og 3.000 holdakýr, breytist greiðsla ríkissjóðs á hverja árskú til samræmis.
Upphæðir gripagreiðslna
Á árinu 2024 munu gripagreiðslur vegna mjólkurkúa nema 1.853 millj. kr. eða 74.122 kr. á árskú miðað við 25.000 árskýr. Gripagreiðslur vegna holdakúa verða 327 millj. kr. eða 109.003 kr. á árskú miðað við 3.000 árskýr.
Handhafar greiðslna
Greiðslur samkvæmt reglugerð þessari fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
Hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, samkvæmt skráningu í þjóðskrá, sem standa saman að búrekstri geta óskað eftir því við Matvælastofnun að greiðslum samkvæmt reglugerð þessari sé skipt jafnt á milli aðila. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða með aðskilinn búrekstur getur hver og einn þeirra verið handhafi greiðslna.
Skilyrði fyrir greiðslum eru:
a) | þátttaka í afurðaskýrsluhaldi með fullnægjandi skilum í samræmi við 4. gr. og | |
b) | fullnægjandi skil á haustskýrslu í Bústofn skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. |
Sjá nánar: