Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Við notkun á kálfafóstrum næst bestur árangur með því gefa kálfunum tiltölulega mikið magn mjólkur í fáum skömmtum og hafa hópana um hverja túttu litla, helst ekki fleiri en 10-12 kálfa í hóp.
Sjálfvirk fóðrun kálfa í hópum getur sparað vinnu og haft ýmsa kosti fyrir kálfana, svo framarlega sem hópastærðin er ekki of mikil og samkeppni um kálfafóstruna er lágmörkuð. Danskar rannsóknir hafa sýnt að mikið álag á kálfafóstrum getur valdið samkeppnisvandamálum meðal kálfanna. Sömu rannsóknir sýndu að bæði lítið magn mjólkur og margir mjólkurskammtar auka þann tíma sem kálfarnir eyða í kálfafóstrunni. Það getur valdið "flöskuhálsum".
Einn kostur við kálfafóstrur er að kálfarnir fullnægja félagsþörf, þörfinni fyrir snertingu sem næst í hóp. Annar kostur er að mjólkurfóðrunin er með túttu sem fullnægir sogþörf kálfanna meðan þeir drekka.
Vandamál geta komið upp ef litlir kálfar eiga erfitt með aðgengi að kálfafóstrunni í stórum hópum. Einnig geta kálfar verið hraktir frá kálfafóstrunni áður en þeir hafa fullnægt sogþörf sinni, sem getur leitt til þess að þeir leiti í að sjúga aðra kálfa.
Spurningin er því: Hvernig getum við nýtt sjálfvirka mjólkurgjöf þannig að við nýtum kostina en forðumst vandamálin? Rannsóknir á Kvægbrugets Forsøgscenter hafa skoðað hvernig best er að framkvæma sjálfvirka mjólkurgjöf.
Hámark 10-12 kálfar á hverja kálfafóstru: Í rannsókn voru áhrif fjölda kálfa á eina kálfafóstru skoðuð. Samkeppni um aðgang að fóstrunni var mun meiri í hópum með 24 kálfa en í hópum með 12 kálfa. Kálfarnir í stærri hópunum voru truflaðir í 50% tilvika í fóstrunni meðan að kálfarnir í minni hópunum voru aðeins truflaðir 10% tilvika. Einnig var meiri biðtími og meira um að kálfar í stærri hópunum væru hraktir úr fóstrunni.
Aukin samkeppni um aðgang að kálfafóstrunni leiddi til þess að kálfarnir í stærri hópunum drukku hraðar og voru ólíklegri til að heimsækja fóstruna utan venjulegs "virknitíma". Hópastærð með að hámarki 10 kálfum er æskileg, þar sem það, auk minni samkeppni, minnkar einnig hættuna á öndunarfærasýkingum.
Meiri hjálp við að læra að drekka í stórum hópum: Önnur ástæða fyrir því að mæla með minni hópum er að kálfarnir þurfa meiri hjálp við að læra að nota fóstruna eftir því sem hóparnir eru stærrim. Kálfar sem drukku minna en helming af daglegu skammti sínum þurftu meiri hjálp.
Gefið meira en fimm lítra af mjólk daglega: Rannsóknir hafa einnig sýnt að kálfareiga að fá mikið magn mjólkur daglega. Magn mjólkur hefur mikil áhrif á fjölda misheppnaðra heimsókna í kálfafóstruna. Kálfar sem fengu lítið magn mjólkur (5 lítra/dag) áttu að meðaltali 35 misheppnaðar heimsóknir á dag samanborið við 15 misheppnaðar heimsóknir fyrir kálfa sem fengu mikið magn mjólkur (8 lítra/dag).
Fáir og stærri mjólkurskammtar eru bestir: Fjöldi mjólkurskammta hefur mikil áhrif á notkun kálfanna á fóstrunni. Kálfar sem fá mjólkurskammtinn sin (t.d. 6 lítra/dag) skipt í fjóra skammta í stað átta, eyða minni tíma í fóstrunni.
Fráfærur: Við notkun kálfafóstra er æskilegt að minnka mjólkurmagnið smám saman á ákveðnu tímabili. Stigminnkandi mjólkurskammtur er betri leið en að minnka skammtinn mjög snöggt og kálfarnir verða ólíklegri til að sjúga aðra kálfa og fóðurbreytingar verða minni.
Samantekt:
Heimildir/frekara lesefni:
Jensen, M.B., 2004. Computer-controlled milk feeding of dairy calves: The effects of number of calves per feeder and number of milk portions on use of feeder and social behavior. J. Dairy Sci. 87: 3428-3438
Jensen, M.B. 2006. Computer-controlled milk feeding of group-housed calves: The effect of milk allowance and weaning type. J. Dairy Sci. 89: 201-206
Jensen, M.B. and L. Holm. 2003. The effect of milk flow rate and milk allowance on feeding related behaviour in dairy calves fed by computer-controlled milk feeders. Appl. Anim. Behav. Sci. 82: 87-100.
Nielsen, P.P., Jensen, M.B. & Lidfors, L. 2007.Milk allowance and weaning method affect the use of computer controlled milk feeder and the development of cross-sucking. Applied Animal Behaviour Science, 109, 222-236.
Svensson, C. og Liberg, P. 2006.The effect of group size on health and growth rate of Swedish dairy calves in pens with automatic milk feeders. Prev. Vet. Med. 73: 43-53.
Svensson, C., Lundborg, K., Emanuelson, U., Olsson, S.O., 2003. Morbidity in Swedish dairy calves from birth to 90 days of age and individual calf-level risk factors for infectious diseases. Prev. Vet. Med. 58: 179-197.
Síminn hjá okkur er opinn kl. 09.00–12.00 og 13.00–16.00 alla virka daga nema föstudaga, þá er opið 9-12.