Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka, Sprota+, þar sem við sameinum jarðræktar- og fóðurráðgjöf einkum fyrir kúabændur.
Hugsunin er að ná sem bestri heild í þessum nátengdu þáttum búskaparins í sama pakkanum. Um er að ræða 15 klukkutíma pakka með tveimur heimsóknum sem eru án komugjalds, önnur tengd jarðræktinni og hin tengd fóðrun.
Jarðræktarhlutinn er sá sami og nú er innan Sprotans sem felur í sér almenna jarðræktarráðgjöf sniðna að þeim þörfum hvers bús. Við bætist fóðurhluti sem felur í sér fóðuráætlun, túlkun á heyefnagreiningum, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt í Huppu ásamt heimsókn, eins og áður sagði.
Unnið er með hverju og einu búi af teymi starfsmanna RML til að ná fram þeirri sérþekkingu sem þarf í hvorn hluta fyrir sig. Þannig geta það verið að tveir ráðunautar séu tengiliðir við búið, annar vegna jarðræktar og hinn vegna fóðrunar.
Það er von RML að með heildstæðum pakka sem þessum náist betri samfella og tenging milli öflunar fóðurs, innihalds og nýtingar þess.
Verð: Kr. 165.000 + vsk., innheimt verður fyrir Sprota+ í tvennu lagi á árinu, annars vegar í lok nóvember og hins vegar í lok febrúar.
Nánari upplýsingar gefur Þórey, thorey@rml.is.