Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Huppa er afurða- og skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt sem tekið var í notkun á árinu 2008. RML ber ábyrgð á skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og þróun kerfisins.
Þar geta nautgripabændur skráð upplýsingar er tilheyra skýrsluhaldi nautgriparæktar og fengið margvíslegar upplýsingar um gripina sína. Má þar nefna upplýsingar um ætterni, afurðir, flutningssögu, kynbótamat o.fl. Í Huppu fer einnig fram skráning og skil á mjólkurskýrslum, skráning afdrifa gripa, burðarskráning og skráning vegna kaupa og sölu gripa, sæðingaskráning o.fl. Huppa inniheldur ýmsa lista og skýrslur og er því öflugt tæki til aðstoðar við bústjórn og daglegrar ákvarðanatöku við rekstur búsins.
Starfsmenn RML hafa umsjón með daglegri framkvæmd skýrsluhalds í nautgriparækt, móttöku og skráningu skýrslna, mánaðarlegum keyrslum, viðhaldi og leiðréttingum á upplýsingum í gagnagrunnum nautgriparæktarinnar auk þess að veita upplýsingar og ráðgjöf um frágang á mánaðarlegum kúaskýrslum. Ef þörf er á aðstoð við færslu skýrsluhalds geta ráðunautar RML aðstoðað.
Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita alla virka daga í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið tolvudeild(hjá)rml.is.
RML er aðili að ICAR Þeim markmiðum vinna samtökin að með því að skilgreina og leiðbeina um mikilvæga og hagræna eiginleika. Eitt markmiða ICAR er að stuðla að þróun og endurbótum við merkingar, skráningar og mat á búfénaði með því að örva alþjóðlegt samstarf og samvinnu.
|
|
RML er aðili að NCDX.aps Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er aðili að NCDX.aps (Nordic Cattle Data Exchange) sem er samstarfsvettvangur Norðurlandanna fyrir þróun tæknilausna til auðvelda gagnflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. NCDX.aps er síðan aðili að iDDEN (The International Dairy Data Exchange) sem er samstarfsvettvangur Norðurlandanna og aðila í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Kanada, Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum um þróun tæknilausna á grunni NCDX. iDDEN er því samstarf 13 landa með samtals um 20 milljón kýr til að auðvelda gagnaflæði og annarra bústjórnarlausna fyrir mjólkurframleiðendur. |
|