Námskeið í jörð.is - Hvanneyri, Skagafirði og Húnavatnssýslu

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð lanbúnaðarins mun standa fyrir þremur námskeiðum í jörð.is ef næg þátttaka næst. Staður og tími eru eftirfarandi: Á Hvanneyri þann 6. mars, í Skagafirði þann 12. mars og í Húnavatnssýslu þann 13. mars. Námskeiðin standa frá kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustundir). Námskeið sem þetta er einkum ætlað bændum en er þó öðrum opið. Hámarksfjöldi þátttakenda hverju sinni er 12. Möguleiki er á námskeiðum víðar ef áhugi og næg þátttaka næst.

Kennt verður á skýrsluhalds- og jarðræktarforritið Jörð.is. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforritið til að halda utan um jarðræktarsögu bús síns, útbúa áburðaráætlanir og nýta það við verðsamanburð á milli áburðarsala. Í forritinu geta bændur t.a.m. gert vandaðar áburðaráætlanir sem byggðar eru á áburðarþörf hvers bús en jafnframt bætt inn eigin skilyrðum en með þessu ættu bændur að ná fram hámarkshagkvæmni.

Kennarar: Borgar Páll Bragason og Sigurður Jarlsson ráðunautar hjá RML.

Verð: 16.400 kr. Minnum bændur sérstaklega á Starfsmenntasjóð bænda.

Skráning á námskeiðin og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram í gegnum netið (www.lbhi.is/namskeid). Veljið viðkomandi námskeið og smellið á „Skráning“. Einnig er hægt að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is eða hringja í síma 433-5000.

sj/okg