Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót ef næg þátttaka fæst í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað:

  • Hvanneyri: mánudaginn 15. febrúar 11.00-15.00 - skráningu lýkur föst. 12/2
  • Selfoss: þriðjudaginn 16. febrúar 11.00-15.00 - skráningu lýkur föst. 12/2
  • Akureyri: fimmtudaginn 18. febrúar 10.00-14.00 - skráningu lýkur þriðj. 16/2
  • Egilsstaðir: mánudaginn 22. febrúar 10.00-14.00 - skráningu lýkur fimmt. 18/2

Skráning og nánari upplýsingar má senda í netfangið jle@rml.is og í síma 516 5028 eða 563 0368.

Nánar um námskeiðin:

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi eitthvað unnið í kerfinu og að hver og einn komi með sína tölvu og fylgist með efni námskeiðsins í sínu bókhaldi. Farið verður nokkuð hratt yfir og ekki verður farið yfir færslur í dagbók en leiðbeiningar vegna færslna afhentar. 

Námskeiðið er í 4 klst. eða 6 kennslustundir auk eftirfylgni allt að 2 tímar. Verð er 30.000 kr. Bændur geta fengið 12.000 kr. styrk úr starfsmenntasjóði auk styrks vegna ferðakostnaðar sé akstur yfir 200 km. fram og til baka.

Efnistök:

  • Virðisaukaskattsuppgjör
  • Skráning skuldunauta og lánadrottna
  • Sölureikningar og vörur
  • Uppsetning launþega og launakeyrslur
  • Eignir og fyrningarskýrsla
  • Landbúnaðarframtal

jle/okg