Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu.
Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi en í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.

Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 þann 28. nóvember sem vegna samkomutakmarkana verður streymt. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á þeim viðburði.


Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð:

  • Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda
  • Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda
  • Efsta-Sel, Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson
  • Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir, Fákshólar ehf
  • Flugumýri, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Hemla II, Vigni Siggeirsson, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og fjölskylda
  • Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson og fjölskylda
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
  • Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
  • Sauðanes, Ágúst Marinó Ágústsson og fjölskylda
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson

/hh