Hrossarækt fréttir

Miðsumarsýningar Rangárbökkum við Hellu

Vegna mjög mikillar eftirspurnar að koma hrossum til dóms miðsumars á Suðurlandi hefur verið ákveðið að bæta við tveimur sýningardögum 31. júlí og 1. ágúst (Rangárbakkar við Hellu, vika 3) auk yfirlitssýningar 2.ágúst. Þeir sem hafa óskað eftir að koma hrossum að eru því hvattir til að skrá hross sín sem fyrst en opið er fyrir skráningu til miðnættis laugardaginn 15 júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar 10. júlí. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er einnig að finna hér á vefnum.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti í Stekkhólma 7. júlí

Hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Fjórðungsmóti Austurlands sem haldin verður þann 7. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl 10:00 í Stekkhólma og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum. 
Lesa meira

Miðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. júlí.

Minnum á að síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er á miðnætti föstudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu FM2023 - sunnudaginn 25. júní.

Síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna sem verður í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma er á miðnætti sunnudaginn 25. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Reiknað er með að dæmt verið dagana 5. og 6. júlí og yfirlitssýning verði föstudaginn 7. júlí.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 23. júní

Yfirlit síðustu viku vorsýninga á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 23. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Röð hrossa má nálgast í gegnum tengil hér neðar. Áætluð lok sýningar um kl. 14:50-15:05. (Ath. reiknað er með að hvert holl taki um 13,5mín. í keyrslu).
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Selfossi 22. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Selfossi, fimmtudaginn 22. júní. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl. 13:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Hólar seinni vika

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hólum fimmtudaginn 22.06.2023. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:30
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum 21.06.-22.06. - hollaröðun

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 21.06. og 22.06. n.k. (miðvikudagur og fimmtudagur) - 34 hross eru skráð til dóms og verður dæmt á miðvikudaginn 21.06. Yfirlit fer fram fimmtudaginn 22.06. og hefst kl. 8:30 Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna
Lesa meira