Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegið þann 13. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.205,8 árskúa á þessum búum, var 6.159 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þann 11. október, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 24.887,8 árskúa á þessum búum, var 6.125 kg
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir kl. 10 fyrir hádegi þann 11. september, höfðu skýrslur borist frá 535 búum. Reiknuð meðalnyt 24.176,2 árskúa á þessum búum, var 6.158 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Upplýsingar um fjölda lifandi nautgripa

Á undangengnum misserum hefur verið rætt um nauðsyn þess að vakta væntanlegt framboð á nautakjöti og vinna framleiðsluspár fram í tímann svo bregðast megi tímanlega við sveiflum í framboði og eftirspurn. Meðal annars samþyykti aðalfundur LK 2017 tillögu þess efnis að koma á reglulegri vöktun á framleiðslu nautakjöts í samstarfi við RML og hagsmunaaðila. Í því skyni yrðu teknar saman nauðsynlegar upplýsingar og þær gerðar aðgengilegar fyrir bændur og hagsmunaaðila.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í júlí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 560 búum. Reiknuð meðalnyt 24.910,4 árskúa á þessum búum, var 6.093 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 551 búi. Reiknuð meðalnyt 25.162 árskúa á þessum búum, var 6.091 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í maí 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í maí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 12. júní, höfðu skýrslur borist frá 554 búum. Reiknuð meðalnyt 24.448,5 árskúa á þessum búum, var 6.069 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði aukist um 23 kg.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 564 búum. Reiknuð meðalnyt 24.817,4 árskúa á þessum búum, var 6.046 kg
Lesa meira