Í dag þann 22. apríl tekur gildi ný verðskrá fyrir þjónustu RML. Á stjórnarfundi RML þann 11. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á verðskrá RML. Verðskráin er tvíþætt í þeim skilningi að ákveðinn hluta verðskrár getur stjórn breytt en annar hluti er háður samþykki atvinnuvegaráðuneytisins.
Vel var mætt á fagfund sauðfjárræktarinnar og á árshátíð sauðfjárbænda sem fram fór laugardaginn 12. apríl á Fosshóteli Húsavík. Báðir viðburðirnir heppnuðust afar vel og eiga heimamenn sérstakt hrós skilið fyrir góðar móttökur og þeirra þátt í undirbúningi.
Að vanda voru flutt fjölbreytt erindi á fagfundinum sem fagráð í sauðfjárrækt stóð fyrir og neðst í þessari frétt er hlekkur á upptöku af fundinum.
Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Ráðunautar RML hafa tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmis ný og gömul yrki er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni.
Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við endaðan mars, að liðnu jafndægri á vori, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. apríl. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni.
Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 198 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 28,7% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2023. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni. Árið 2023 reiknast rekstrarniðurstaða þátttökubúa nokkurn veginn á núlli sem er í fyrsta skipti á verkefnistímanum sem spannar 6 ár.
Nú styttist óðfluga í kynbótasýningar vors og sumars ´25. Skynsamlegt fyrir ræktendur og þjálfara að huga að þeim aðgengiskröfum hrossa sem tilheyra dómsstörfum.
Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 187-192 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 45-49% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gagnasafnið gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Í gær var keyrð mjög stór uppfærsla á Fjárvís.is. Búið er að uppfæra bæði afdrifa- og atburðaskráningu og komin inn ný afdrifaskráning fyrir lömb sérstaklega. Einnig komu inn nýjar skráningar á vorgögnum, sem skiptast í Burðarskráningu annars vegar og Lambaskráningu hins vegar. Ný yfirlit eru svo komin inn fyrir allar þessar skráningar, þar sem hægt verður að breyta og/eða eyða tilheyrandi skráningum. Á fagþingi sauðfjárræktarinnar á Húsavík næstkomandi laugardag (12. apríl) verður fjallað betur um þessar skráningar og eru notendur Fjárvís.is hvattir til þess að fylgjast með fundinum.
Minnt er á að fagfundur sauðfjárræktarinnar sem haldinn er af fagráði í sauðfjárrækt verður haldinn á Fosshóteli Húsavík næstkomandi laugardag og hefst kl. 10:30. Fundinum verður streymt.
Fimmtudaginn 3. apríl verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Höfðabraut 6, Hvammstanga, milli kl. 15:00-16:00, í tilefni framkvæmda og breytinga á aðstöðu fyrir starfsfólk.
Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum, viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML.
Kaffiveitingar í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin !
Nú á allra fyrstu dögum apríl verða sendar til prentunar vorbækur fyrir þá sauðfjárbændur sem merkt hafa við 31. mars sem prentunardag, en einnig fyrir þá bændur sem hafa sérstaklega beðið um prentun á þessum tíma, hvort sem merkt er við 31. mars í Fjárvískerfinu hjá þeim eða ekki.
Í heimarétt Worldfengs hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá það sem tilheyrir núverandi ári. Notendur heimaréttar WF eru því hvattir til að skoða hvort síðasta ár sé ekki örugglega að fullu frágengið. Öll folöld skráð, búið að gera grein fyrir fangi, geldingum og afdrifum. Eigendur stóðhesta eru sérstaklega minntir að samþykkja skráningar á fyli frá hryssueigendum hafi þeir ekki skila inn stóðhestaskýrslu. Til að skráningar á fyli frá eigendum hryssna verði virk þarf stóðhestseigandi að samþykkja skráninguna.